Íbúð á Spáni

Frábær gisting, frábær staðsetning

Frábær íbúð til leigu á íbúðarhótelinu
La Rotonda.

strönd klippt
Fjörtíu mínútna akstur frá flugvellinum í Alicante.

Íbúðin er á efstu hæð íbúðarhótelsins La Rotonda sem er ca. 20 km sunnan við Torrevieja. Íbúðin er nýleg, snyrtileg og vel staðsett. Yfir íbúðinni eru 70 m2 svalir en íbúðin sjálf er 60 m2. Íbúðin er með 2 svefnherbergjum, stofu með eldhúskrók, baði með sturtu og baðkari. Í eldhúsinu er þvottavél og borðbúnaður fyrir 6 ásamt örbylgjuofni. Svefnpláss er fyrir 4 í herbergjunum og fyrir 2 börn í svefnsófa í stofu, barnaferðarúm er í íbúðinni. Rúmfatnaður, sængur og koddar fyrir sex, ásamt handklæðum og viskustykkjum fylgja. Loftkæling er í öllum herbergjum og peningaskápur í stærra svefnherbergi. Á svölum eru sólstólar og sólbekkir.

Í hótelgarði er sundlaug og á neðstu hæð er lítill bar ásamt matsölustað þar sem hægt er að fá léttan mat og aðra hressingu við sundlaugina. Á neðstu hæð er einnig bakarí, kaffihús, lítil búð sem opin er allan sólarhringinn, bar og matsölustaður. Handan við hornið eru fjölmargir veitingastaðir og nokkrar minni búðir. Um 5 mínútna gangur er á góða sandströnd þar sem hægt er að leigja sólbekki, kaupa sér hressingu og snæða á góðum veitingastað.

Næsti flugvöllur er í Murcia sem er um 20 mínútna keyrsla og þaðan eru flug t.d. frá Englandi og Danmörku. Flugvöllurinn í Alicante er í um 40 mínútna fjarlægð. Hægt er að benda á trausta aðila sem sækja leigjendur út á flugvöll og keyra í styttri ferðir.
Íbúðinni fylgir bílastæði í lokuðum bílakjallara hótelsins.


Spánn strönd